Casa Giulia ROMA - Vatikanið

(RóM - Vatikanið)

casagiuliaroma@yahoo.it

Símanúmer: 0039.348.572.3442


Það er aðeins sjö mínútna gangur frá gistiheimilinu Casa Giulia að hinu undraverða St. Peters Torgi og Sixtinska Kapella. Þessi staðsetning gefur ykkur möguleika á því að eyða ógleymanlegu og rómantísku fríi í Rómarborg.


Casa Giulia er frábærlega staðsett í öruggu og rólegu tveggja hæða húsi við götuna Rampa Brancaleone. Þú fylgir fallegum litríkum stiga að gistiheimilinu. Það eru engir bílar leyfðir í hverfinu. Því er þetta ákaflega friðsæll staður.

Þið fáið ykkar eigin lykil að íbúðinni. Því eruð þið alveg útaf fyrir ykkur.

Gistiheimilið er mjög nálægt áhugaverðum stöðum borgarinnar. Það eru aðeins 50 metrar að næstu strætisvagnastöð en sú stöð þjónar fimm leiðum (allar með þjónustu til og frá Navona Torgi, Trastevere eða Termini) það eru einnig tvær stoppistöðvar sem eru opnar á nóttinni, sem eru aðeins í 50 metra fjarlægð. Til dæmis; þá ertu aðeins nokkrum stoppistöðvum frá Navona Torgi.


Einkenni íbúðarinnar.

Staðsett á neðri hæð (engin lyfta). Hún er 55 fermetrar. Viðargólf, sturta í baðherberginu, eldhús, svefnherbergi með einbreiðu eða tvíbreiðum rúmum, fataherbergi. Í stofunni er sófi, einbreitt, eða tvíbreitt rúm.


Aðstaðan í íbúðinni:

Lita sjónvarp, rúmföt, handklæði, barnarúm, þvottavél, tvær þurrkugrindur, straujárn og strauborð, hárþurrkari, lítil rafmagnshitari, ískápur með frystihólfi, gas ofn, örbylgjuofn, rafmagns eldavél, blandari, ketill, rafmagns appelsínu, kreistari, ristavél, diskar, glös, pottar, pönnur, kaffivél og önnur áhöld.


FRÍ ÞJÓNUSTA

* Wi-Fi

* Vodafone sim-kort (borgar bara það sem þú notar)

  1. *við komu þá sótt á strætisvagna-, lestar- eða neðanjarðarlestar stöðÍ næstu götu er að finna tvær matvörubúðir, pizzustað, bakarí, krá, tvo matsölustaði, þrjá bari, kjötkaupmann og götu markað.


Nálægt er einnig að finna pósthús, sjálfsafgreiðslu þvottahús, aðgang að interneti, tvö apótek, aðgang að skyndihjálp, bíósal, aðstöðu að sólarbekkjum, leikvöll og tvo banka.


Til að fá nánari upplýsingar og skoða önnur tilboð, þá getið þið smellt á viðkomandi stað (sem eru í boði á eftirfarandi tungumálum: ítölsku, ensku, frönsku, spænsku, þýsku). Kannski að þið hafið áhuga á ÇťGleði VikunniÇŁ!!

Ef þið viljið ferðast á eigin vegum og spara pening, kíkið þá á ÇťFriends Meet FriendsÇŁ til að fá nánari upplýsingar. Þessi þjónusta er á eftirfarandi tungumálum: ítölsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku.


Bókið fríið ykkar hjá Casa Giulia eða fáið nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst (aðeins á ítölsku, ensku, frönsku eða spænsku) á:


casagiuliaroma@yahoo.it

Símanúmer: 0039.348.572.3442

la tua casa vacanze nel cuore di roma

VERÐ


Á mann /

Tveir saman

80 evrur(min)

105 evrur (standard)

115 evrur (max)


Þrír saman

90 evrur(min)

115 evrur (standard)

125 evrur (max)


Fjórir saman

100 evrur(min)

125 evrur (standard)

135 evrur (max)Verð fyrir aukarúm í herbergi er 15 evrur fyrir nóttina hvort sem er fyrir barn eldri en þriggja ára eða fullorðin.


Börn að 2 ára aldri gista ókeypis (við erum með barnarúm handa þeim).


Börn 3 -10 ára fá afslátt.


Til að festa íbúðina þá þarf að greiða niður 30% af heildar upphæðinni. Það er hægt að millifærar inná reikning -sendið tölvupóst á casagiuliaroma@yahoo.it til þess að fá nánari upplýsingar. Við tökum einnig kreditkorta númer sem staðfestingu, en það verður ekki tekið út af kortinu fyrr en þið komið.


Full greiðsla þarf síðan að greiðast í peningum við komu. Aukalega þurfið þið að greiða 50 evrur sem þið fáið endurgreiddar við brottför.


Til þess að fá fulla endurgreiðslu þá þurfa afpantanir að eiga sér stað 15 dögum fyrir komudag.

casagiuliaroma@yahoo.it

Símanúmer: 0039.348.572.3442